Hlutabréf lækkuðu í verði í norrænum kauphöllum í morgun líkt og á flestum öðrum hlutabréfamörkuðum. Í Kauphöllinni í Stokkhólmi lækkaði hlutabréfavísitalan um 2,66% á fyrsta klukkutímanum eftir að viðskipti hófust með hlutabréf. Í Kaupmannahöfn lækkaði vísitalan um rúm 3% og í Ósló lækkaði vísitalan um rúm 2%.
Í gær lækkaði vísitalan í Ósló um 2,77%, í Kaupmannahöfn um 3,61%, í Stokkhólmi um 2,89% og í Helsinki um 2,86%, að því er fram kemur á vef Kaupþings.
Í Evrópu hafa hlutabréfavísitölur almennt haldið áfram að lækka í dag og svipaða sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum í Asíu fyrir utan Kína en þar hækkuðu hlutabréf í verði eftir tæplega 9% lækkun í gær.