Þrátt fyrir að krónan hafi veikst nokkuð við byrjun viðskipta í morgun náði hún sér á strik og áður en yfir lauk hafði hún styrkst um 0,5%, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við upphaf viðskipta var vísitalan 120, en við lokun var hún 119,40. Velta á millibankamarkaði var 48 milljarðar. Gengi dollarans er 66,25 krónur, evrunnar 87,56 og pundsins 129,80.