Hlaut nafnið BYR – sparisjóður

Nýr sparisjóður sem orðinn er til við samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hefur hlotið nafnið BYR – sparisjóður. Mun hið nýja fyrirtæki starfa undir þessu nafni frá og með þessari helgi.

Spurðir hvort sameiningin muni skila sér í lægri viðskiptakostnaði og jafnvel lægri vöxtum segjast sparisjóðsstjórarnir Magnús Ægir Magnússon og Ragnar Z. Guðjónsson bjartsýnir á það. "Þegar tímar líða mun þetta örugglega þýða að við getum boðið betra verð, fræðin segja að fjármögnunarkostnaður okkar ætti að lækka eftir því sem við verðum stærri, sérstaklega erlendi fjármagnskostnaðurinn en hluti af okkar starfsemi er fjármagnaður í útlöndum. Þar erum við á sömu hringekjunni og viðskiptabankarnir," segir Magnús.

Nánar er fjallað um sparisjóðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK