Verð á hráolíu lækkaði í dag. Sérfræðingar segja, að þetta sé fyrir áhrif af lækkun hlutabréfaverðs um allan heim í lok síðustu viku. Verð á hráolíufati hefur lækkað á markaði í New York í dag um 1,23 dali og er 60,41 dalur. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,25 dali á markaði í Lundúnum og var 60,83 dalir nú síðdegis.