Austurríska ríkið gaf út 25 milljarða jöklabréf

Austurríska ríkið gaf í dag út 25 milljarða jöklabréf, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum. Landsbankinn er umsjónaraðili útgáfunnar og sölutryggir jafnframt bréfin. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að útgáfan sé næst stærsta jöklabréfaútgáfa frá upphafi og þetta sé í fyrsta sinn sem Landsbankinn hafi umsjón með útgáfu jöklabréfa.

Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að upphæð útgáfunnar sé nokkurn veginn sú sama og er á gjalddaga nú í mars. Heildarupphæð útistandandi jöklabréfa er nú 359 milljarðar króna og hefur aldrei verið hærri.

Austurríska ríkið var á meðal fyrstu útgefenda jöklabréfa, en 23 milljarða skuldabréf frá því var á gjalddaga í september í fyrra og annað 4,5 milljarða bréf austurríska ríkisins er á gjalddaga í september 2008. Bréfið sem gefið var út í dag er til 12 mánaða og ber 13,5% vexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK