Krónan styrktist um 0,9% í dag samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Gengisvísitalan stóð í 121,50 stigum við upphaf viðskipta í dag en var komin í 120,40 stig þegar viðskiptum lauk. Veltan á millibankamarkaði nam tæpum 20 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 67,15 kr., evran er 88,22 kr. og pundið er 129,61 kr.
Kom það mönnum á þeim bæ nokkuð í opna skjöldu að krónan skyldi styrkjast í dag þar sem erlendar hávaxtagjaldmiðlar veiktust og í gær voru birtar eftir lokun banka fremur óhagstæðar tölur um viðskiptajöfnuðinn, en hallinn á honum var um 50 milljörðum meiri en menn áttu von á.