Samkeppniseftirlitið mun ekki aðhafast vegna kaupa 365 miðla á öllum þeim tækjum sem notuð höfðu verið til reksturs útvarpsstöðvanna Kiss FM og XFM og voru í eigu Íslenska útvarpsfélagsins ehf., ásamt vörumerkjum beggja stöðva og kallmerkjum.
Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt.
Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samningurinn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins