Glitnir hækkar verðmatsgengi á Kaupþingi

Verðmatsgengi Kaupþings banka hefur verið hækkað úr 968 í 1.171 í kjölfar uppgjörs fyrir fjórða ársfjórðung 2006 sem var verulega yfir væntingum, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

„Við teljum Kaupþing banka góðan fjárfestingarkost og mælum með kaupum á bréfum bankans. Markgengi til 6 mánaða hefur verið hækkað úr 1.000 í 1.200.

Útlánavöxtur á næstu árum er áætlaður hærri en í síðasta verðmati. Þetta er í samræmi við rúma eiginfjárstöðu og upplýsingar frá stjórnendum Kaupþings á afkomufundi í kjölfar birtingar afkomu fjórða ársfjórðungs 2006.

Þóknanatekjur á árinu 2007 eru áætlaðar hærri en í síðasta verðmati í ljósi uppgjörs fyrir fjórða ársfjórðung 2006 en þóknanatekjur voru verulega yfir væntingum. Undirliggjandi þóknanamyndun bankans er því sterkari en við héldum áður. Öll afkomusvið bankans skila góðri afkomu og reksturinn er arðbær.

Markmið stjórnenda er að skila 15% arðsemi eigin fjár en að okkar mati er undirliggjandi rekstur að skila 18-23% arðsemi eigin fjár til lengri tíma litið að gefnu núverandi viðskiptamódeli bankans. Meðaltalsarðsemi síðustu 5 ára er 28% og síðustu 3 ára 33%," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK