SA segir nauðsynlegt að endurbæta gagnagrunna Seðlabanka

Samtök atvinnulífsins segja, að Seðlabankinn vanmeti eignir Íslendinga erlendis um allt að 400 milljarða króna, miðað við eðlilega ávöxtun, og tölur um skuldastöðu þjóðarinnar séu því allt of háar. Því sé nauðsynlegt að fram fari gagnger bragarbót á talnagrunni Seðlabankans áður en það verði almenn skoðun út um heim að Ísland sé að fara á hausinn því í raun standi efnahagslífið sterkari fótum en nokkru sinni fyrr.

SA segja á heimasíðu sinni, að samkvæmt nýútkomnum tölum Seðlabankans virðist íslenskir fjárfestar hafa orðið fyrir meiri háttar hremmingum ár eftir ár í fjárfestingum sínum erlendis en haldið samt ótrauðir áfram fjárfesta og tapa fjármunum. Skuldir þjóðarinnar umfram eignir séu, samkvæmt upplýsingum frá bankanum, um 1354 milljarðar króna eða 119,5% af vergri landsframleiðslu. Slík skuldastaða sé ógnvænleg og því sé það merkilegt að í atvinnulífi landsmanna skuli lítið heyrast um varnaðarorð.

Vandamálið er, að það hefur enginn frétt af þessu mikla tapi sem er um 17% af því fé sem fjárfest hefur verið. Þvert á móti hafa allar fréttir gengið í þá átt að fjárfestingar Íslendinga hafi yfirleitt gengið vel og í mörgum tilvikum stórkostlega vel. Það er því ekki að undra að íslenskir fjárfestar á erlendum mörkuðum og atvinnulífið almennt skynji ekki þann veruleika sem Seðlabankinn telur að þjóðin búi við.

Sé reynt líka að meta verðmæti þessara eigna með því að skoða stöðuna í því ljósi að þær hafi ekki tapast heldur eitthvað ávaxtast kemur í ljós að það þarf ekki að hafa orðið nein gífurleg ávöxtun eða á bilinu 10%-15% á ári til þess að staðan verði 300-400 milljörðum króna betri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir. Þarna getur skeikað tölu sem er á bilinu 25%-35% af vergri landsframleiðslu," segja Samtök atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK