Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands

Björgólfur Thor Björgólfsson flytur ræðu sína á aðalfundi Straums-Burðaráss.
Björgólfur Thor Björgólfsson flytur ræðu sína á aðalfundi Straums-Burðaráss. mbl.is/Sverrir

Björgólfur vísaði þarna til reglugerðar, sem fjjármálaráðherra setti nýlega um veitingu heimildar til færslu bókhalds og samninga ársreiknings í erlendum gjaldmiðli. Þar er m.a. sett það skilyrði fyrir því að heimild sé veitt til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli að viðkomandi gjaldmiðill teljist vera starfrækslugjaldmiðill félagsins sem í hlut á, en starfrækslugjaldmiðill er samkvæmt reglugerðinni sá gjaldmiðill sem vegur hlutfallslega mest allra gjaldmiðla í viðskiptum félags eða samstæðu og meginhluti viðskipta félags eða samstæðu fer fram í. Þá þarf að leita umsagnar Seðlabankans ef lánastofnun sækir um heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli.

Björgólfur Thor sagði í ræðu sinni, að Ísland hefði verið góður staður til að byggja upp öflugan fjárfestingabanka. Nú þegar Straumur-Burðarás væri að komast í þá stöðu að geta raunverulega farið að takast á við kröfur, sem gerðar séu til alþjóðlegra fyrirtækja, verði skyndileg sinnaskipti hjá stjórnvöldum á Íslandi.

„Slíkar fyrirvaralausar breytingar knýja fyrirtæki á borð við Straum-Burðarás til að kanna möguleika á að færa félagið til annarra landa. Til greina koma bæði Bretland og Írlandi þar sem í boði er 12,5% tekjuskattur til 10 ára að lágmarki. Að auki fæst meira traust á starfsumhverfi bankans þar sem bankasagan er í þessum löndum lengri og viðurkenndari, reynslumeira fjármálaeftirlit og síðast en ekki síst alþjóðlegur gjaldmiðill.

Fjármagn streymir nú á leyfturhraða á milli borga, landa og heimsálfa. Alþjóðleg fjármálaviðskipti, þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þvert á öll landamæri kaupa og selja, sameina og taka yfir, lána og endurlána, fjármagna og endurfjármagna og þar fram eftir götum, aukast dag frá degi, enda einn helsti vaxtabroddur viðskiptalífs og aflvaki hagvaxtar í heiminum í dag. Íslensk stjórnvöld ráða litlu um gang þeirra viðskipta, þau ráða því einu hvort íslensk fyrirtæki geti tekið þátt í þeim og skapað Íslendingum störf á þeim vettvangi. Við í stjórn Straums-Burðaráss höfum tekið ákvörðun um að bankinn okkar mun taka þátt í þeim viðskiptum af fullum krafti," sagði Björgólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK