Árið 2005 voru fluttar inn upplýsingatæknivörur að verðmæti 46 milljarða en upplýsingatæknivörur voru jafnframt fluttar út fyrir ríflega 840 milljónir íslenskra króna.
Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar. Þar kemur fram, að árið 2005 störfuðu 422 fyrirtæki með ríflega 6100 starfsmenn í upplýsingatækniiðnaði hér á landi. Velta þessara fyrirtækja nam rétt tæpum 100 milljörðum þetta sama ár.