Verðbólgan mælist 1.730% í Zimbabwe

Robert Mugabe forseti Zimbabwe varð 83. ára í síðasta mánuði.
Robert Mugabe forseti Zimbabwe varð 83. ára í síðasta mánuði. Reuters

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1.730% í Zimbabwe í febrúar. Hefur verðbólgan í landinu aukist um 136% frá því í janúar er hún mældist 1.594%. Síðastliðin sjö ár hefur ríkt efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa í Zimbabwe.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Zimbabwe skýrist hækkunin á milli mánaða aðallega af hækkun matvælaverðs og rafmagnskostnaðar.

Verðbólga hefur verið á rússibanareið í Zimbabwe frá því í desember 2004 er hún fór í 622,8%.

Á síðasta ári varaði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn við því að verðbólgan í ár gæti farið í 4.279% í Zimbabwe.

Mikill skortur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa landsins. Er gjaldeyrisskortur stjórnvalda í Zimbabwe helsta skýringin á matvælaskortinum þar sem ekki hefur verið hægt að flytja inn nema brot af þeim matvælum sem skortur er á í landinu.

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum víða um heim. Er hann sagður sekur um margvísleg mannréttindabrot og stríðsglæpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK