Áhrif fasteignaverðs mikil á vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Kaupþings telur að líklegt að fasteignamarkaðurinn muni leika stórt hlutverk hvað varðar þróun vísitölu neysluverðs á næstu mánuðum. Aukin samkeppni á húsnæðislánamarkaði gæti skilað sér í aukinni eftirspurn á markaði og sett talsverðan þrýsting á fasteignaverð á næstunni. Þetta kemur fram í Tilefni, sérriti Greiningardeildar Kaupþings.

„Það virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi heldur betur tekið við sér í byrjun árs en samkvæmt undirvísitölu húsnæðis hækkaði fasteignaverð á landinu öllu um 1% milli mánaða að meðaltali á síðustu þremur mánuðum.

Samkvæmt Fasteignamati ríkisins lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í desember en tók duglegan kipp upp á við í janúar. Það er ljóst að íbúðaverð hefur haldið áfram að hækka í febrúar enda hafa umsvif á markaði aukist að undanförnu," segir Greiningardeild Kaupþings.

Vísað er einnig til þess, að samkvæmttölum Hagstofunnar hafi húsaleiga hækkað duglega í febrúar eða um 2,3% sem einnig endurspegli hita á fasteignamarkaði. Húsnæðisliður vísitölunnar til 0,28% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,86% í mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka