Óróleiki á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum hefur víðtæk áhrif

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Niðursveiflan á hlutabréfamörkuðum í Evrópu, þar á meðal hér á landi, eru viðbrögð við fréttum í Bandaríkjunum um hugsanlegt gjaldþrot og fjármálamisferli í húsnæðislánastofnunum á borð við New Century sem lána fólki sem telst til áhættuhóps. „Það hafa borist fregnir af því að vanskil í húsnæðislánageiranum í Bandaríkjunum séu að aukast," sagði Kristján Bragason hlutabréfagreinir við greiningardeild Landsbankans í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Markaðirnir hafa verið viðkvæmir undanfarnar tvær vikur og svona fréttir hafa einfaldlega neikvæð áhrif sem smita út frá sér," sagði Kristján.

Ferlið hófst sem fyrr segir í Bandaríkjunum og síðan fóru hrávörumarkaðir í Asíu að lækka og nú hafa markaðir á Norðurlöndum og Evrópu orðið varir við þessa þróun.

„Það er einfaldlega neikvæð stemmning á mörkuðunum og þessara sömu áhrifa er að gæta á íslenska markaðnum en hann er þó að lækka minna en evrópski markaðurinn," sagði Kristján og benti á að hér væri markaðurinn að lækka um 1,9% en 2,5% á Norðurlöndum.

„Það er ljóst að stór hluti af íslenskum félögum eru að stækka í Evrópu og því gætir þessara áhrifa í auknum mæli hér á Íslandi," sagði Kristján.

Nú um hádegið hafði Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands m.a. lækkað um 1,89%.

Lækkun á bandarískum mörkuðum hefur víðtæk áhrif.
Lækkun á bandarískum mörkuðum hefur víðtæk áhrif. Retuers
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK