Skipum í flota Vestmannaeyja fjölgaði í dag þegar ný Vestmannaey kom til hafnar frá Póllandi, þar sem skipið var smíðað. Eins og jafnan var vel tekið á móti skipinu og sigldu tvö skip útgerðarinnar Bergs-Hugins, á móti nýja skipinu og fylgdu því í höfn. Á myndinni sjást skipin þrjú koma inn innsiglinguna á Heimaey. Nýja skipið, Vestmannaey VE-444, er fremst en á eftir sigla Vestmannaey eldri og Smáey.