Skiljanlegar áhyggjur en tóninn of neikvæður segir Landsbankinn

Sverrir Vilhelmsson

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi að ytra ójafnvægi í hagkerfinu sé enn mjög mikið og áhyggjur erlendra greinenda og matsfyrirtækja því skiljanlegar. Greiningardeild Landsbankans telur þó tóninn í nýju lánshæfismati á íslenska ríkinu of neikvæðan þar sem reynslan sýnir að íslenska hagkerfið er fljótt að rétta sig af þegar aðlögunin á annað borð fer í gang.

„Í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að Fitch breytti horfum um lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar (21. febrúar 2006) er ekki hægt að segja að lækkun lánshæfismatsins komi gjaldeyrismarkaðnum á óvart.

Íslenska krónan hefur hins vegar verið með sterkara móti undanfarið, þrátt fyrir met viðskiptahalla og hægari hjöðnun þenslunnar en væntingar stóðu til síðastliðið haust.

Við teljum áfram líklegt að krónan sveiflist á bilinu 120-130 vísitölustig á þessu ári (í kring um 90 evrur). Gríðarlegur vaxtamunur gagnvart útlöndum og skýrar vísbendingar um viðsnúning í efnahagslífinu eru helsta ástæða þess. Við gerum þó áfram ráð fyrir miklum gengissveiflum," samkvæmt Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK