Gríðarlega mikilvægt að ná mjúkri lendingu segir bankastjóri Landsbankans

Sigurjón Þ. Árnason
Sigurjón Þ. Árnason mbl.is/Jim Smart

Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason, segir að það sé gríðarlega mikilvægt að hagkerfið nái mjúkri lendingu í ár og á næsta ári. Ef það gerist ekki dregur mjög úr möguleikum þess að hægt verði að nýta þau sóknarfæri sem umbreytingar síðustu ára hafa skapað. Þetta kom fram í erindi Sigurjóns á Iðnþingi í dag.

Sigurjón segir að mesta hættan sem efnahagslíf Íslands glími við sé að ekki takist að skapa forsendur fyrir varanlegum stöðuleika í efnahagsmálum. Takist það ekki er ólíklegt að hér verði hægt að skapa forsendur fyrir áframhaldandi framförum í efnahagsmálum. Pólitísk óvissa um mikilvæg atriði geti haft neikvæð áhrif á mörgum sviðum og Íslendingar gætu misst eignarhald og stjórn á lykilfyrirtækjum í þjóðfélaginu úr sínum höndum.

Að sögn Sigurjóns er mikilvægt að ríkið fari varlega varðandi opinberar framkvæmdir til að ryðja ekki öðrum verkefnum úr vegi.

Erum á villigötum varðandi uppbyggingu framhaldsnáms

Hann segir að mikilvægi menntunar fari vaxandi og segist hann telja að Íslendingar séu að hluta til á villigötum varðandi uppbyggingu framhaldsnáms á háskólastigi. Áherslan eigi að vera á grunnnám og meistaranám hér heima en sækja eigi frekari sérhæfingu erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK