Krónan styrkist þrátt fyrir lækkaða lánshæfiseinkunn

mbl.is/Júlíus

Krónan hefur styrkst um 0,5% það sem af er degi á gjaldeyrismarki. Gengisvísitala krónunnar var 122,50 stig við opnun markaða klukkan 9 í morgun en klukkan tíu stóð vísitalan í 121,80 stigum. Alls voru viðskipti með krónuna fyrir tíu milljarða króna á fyrsta klukkutímanum eftir að markaðurinn opnaði, samkvæmt upplýsingum frá Glitni.

Í gær lækkaði Fitch Ratings lánshæfismat sitt á íslenska ríkinu. Greint var frá lækkuninni um klukkan 15:40 og lækkaði gengi krónunnar um 1% í kjölfarið en gjaldeyrismarkaðurinn lokaði klukkan 16:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK