Segir símafund með fulltrúum Fitch hafa verið skrítinn

Sérfræðingar Fitch héldu símafund í dag, þar sem þeir reifuðu helstu ástæður lækkunar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands og svöruðu fyrirspurnum. Greiningardeild Landsbankans segir, að á símafundinum hafi mikið verið fjallað um ójafnvægið í þjóðarbúskapnum og að allt útlit væri fyrir að ríkissjóður yki á vandann á þessu ári fremur en hitt.

Athygli hafi hins vegar vakið, að ekkert var fjallað um hættuna á því að ríkissjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, lenti í vanskilum eða gæti ekki greitt lánin til baka.

„Þetta hlýtur að teljast sérstakt í ljósi þess að lánshæfiseinkunnum er ætlað að meta ríkið sem skuldara og aðstoða lánveitendur við að meta þá áhættu sem felst í því að veita ríkinu lán. Í ljósi þess hve skuldir ríkisins eru lágar og landsframleiðsla hér á landi há, vaknar óneitanlega sá grunur að Fitch telji sig verða að gefa ríkisvaldinu einkunn fyrir hagstjórn, fremur en einkunn fyrir skilvísi," segir í Vegvísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK