Um 3% af hagnaði Kaupþings vegna viðskiptabankastarfsemi hér á landi

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, á …
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, á aðalfundi bankans nú síðdegis. mbl.is/Kristinn

Af um 100 milljarða króna hagnaði Kaupþings á síðasta ári voru innan við 3 milljarðar, eða 3%, vegna viðskipta bankans við 75 þúsund einstaklinga og 15 þúsund lítil fyrirtæki hér á landi. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, á aðalfundi bankans í dag. Sagðist Sigurður nefna þessar tölur til að svara ásökunum um að bankinn okraði á viðskiptavinum sínum með óeðlilega háum vöxtum og þjónustugjöldum.

Sigurður fjallaði einnig um gjaldeyrismál og sagði, að stefna bankans væri að vera hlutlaus gagnvart gjaldmiðlum en verja eiginfjárhlutfall bankans með öllum ráðum. Bankinn vilji ekki, að óvænt og skyndilegt flökt á gengi krónunnar eða annarra gjaldmiðla hafi mikil áhrif á bankann. Þess vegna hafi bankinn fengið undanþágu frá reglum Seðlabankans um gjaldeyrisstöðu.

Í ræðu sinni fjallaði Sigurður m.a. um starfsemi Kaupþings víða um heim og sagði að árið 2007 yrði án efa ár Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags bankans í Lundúnum. Sagði hann að þar hefði farið fram mikil umbylting að undanförnu, yfir 300 nýir starfsmenn hefðu verið ráðnir og eftirspurn eftir þjónustu Kaupþings í Bretlandi væri umtalsverð og möguleikarnir miklir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK