Glitnir kynnir breytt útibú

Höfuðstöðvar Glitnis
Höfuðstöðvar Glitnis mbl.is/ÞÖK

Glitnir hefur endurskilgreint hlutverk útibúa bankans á Íslandi og verða breytingar gerðar á öllum útibúum, svo bankinn geti enn betur sinnt hlutverki sínu sem þjónustufyrirtæki. Útibúið á Kirkjusandi er það fyrsta sem gengur í gegnum þessar breytingar.

Í fréttatilkynningu segir Jón Diðrik Jónssin, forstjóri Glitnis á Íslandi að bankinn sé á vissan hátt að breyta eðli starfsemi sinnar á Íslandi, færa bankann nær viðskiptavinum og að skerpt hafi verið á hlutverki bankans sem þjónustufyrirtækis.

Í tilefni opnunar útibúsins á Kirkjusandi býður Glitnir núverandi og fyrrverandi viðskiptavinum – gestum og gangandi – að koma og kynna sér starfsemina og verður skemmtidagskrá í útibúinu þar sem m.a. koma fram Benedikt Erlingsson leikari, Halla hrekkjusvín úr Latabæ og söngkonan Lay Low.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK