Óttast er að danski fasteignamarkaðurinn sé við það að hrynja og telja sérfræðingar Danske Bank að um 25% líkur séu á að húsnæðisverð muni lækka um 25%. Vefsíða dagblaðsins Politiken segir frá þessu. Verð á húsnæði er þegar byrjað að lækka, um 0,7% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og hefur sala minnkað í kjölfarið.
Steen Bocian, sérfræðingur hjá Danske Bank, segir að leiðrétting á húsnæðisverði sé yfirvofandi, en spurningin sé hvort lendingin verði mjúk. Nokkur hætta sé alltaf á því að þróun sem þessi vindi upp á sig, lækkun á fasteignum geti valdið því að verð lækki enn frekar.