Stjórnendur Kaupþings fá kaupréttarsamninga

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson á aðalfundi Kaupþings í …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson á aðalfundi Kaupþings í síðustu viku. mbl.is/Kristinn

Kaupþing hefur gert kaupréttarsamninga við Sigurð Einarsson, stjórnarformann, og Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra. Samkvæmt samningnum fá þeir rétt til að kaupa 2.435.000 hluti á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa bankans í Kauphöll Íslands 16. mars. Mega þeir kaupa þriðjung bréfanna árlega á árunum 2009, 2010 og 2011.

Samkvæmt tilkynningu frá bankanum á Sigurður 7.368.423 hluti í bankanum og rétt til að kaupa 4.060.000 hluti til viðbótar. Aðilar fjárhagslega tengdir Sigurði eiga 14.111 hluti.

Hreidar Már á kauprétt á 4,060.000 hlutum og aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 6.572.039 hluti og rétt til að kaupa 205.078 hluti samkvæmt framvirkum samningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK