Kaupþing hefur gert kaupréttarsamninga við Sigurð Einarsson, stjórnarformann, og Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra. Samkvæmt samningnum fá þeir rétt til að kaupa 2.435.000 hluti á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa bankans í Kauphöll Íslands 16. mars. Mega þeir kaupa þriðjung bréfanna árlega á árunum 2009, 2010 og 2011.
Samkvæmt tilkynningu frá bankanum á Sigurður 7.368.423 hluti í bankanum og rétt til að kaupa 4.060.000 hluti til viðbótar. Aðilar fjárhagslega tengdir Sigurði eiga 14.111 hluti.
Hreidar Már á kauprétt á 4,060.000 hlutum og aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 6.572.039 hluti og rétt til að kaupa 205.078 hluti samkvæmt framvirkum samningum.