Tap á rekstri Smáralindar

Smáralind.
Smáralind.

Tap á rekstri Smáralindar ehf. nam 654 milljónum króna á síðasta ári. Á árinu 2007 er fyrirhugað að hefja byggingu 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúss, svokallaðs Norðurturns á norðvesturhorni lóðar Smáralindar með 2ja hæða tengibyggingu sem opnast inn í verslunarmiðstöðina. Segir fyrirtækið ljóst, að tilkoma Norðurturnsins muni hafa verulega jákvæð áhrif á rekstur verslana í Smáralind.

Heildartekjur Smáralindar ehf. námu 1389 milljónum. Þar af námu leigutekjur 1066 milljónum sem er 8% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta voru 647 milljónir sem er um 72 milljóna hækkun frá fyrra ári. Afskriftir námu 375 milljónir. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1165 milljónir samanborið við 446 milljónir árið áður. Breytingin á milli ára er sögð skýrast af veikingu íslensku krónunnar.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 742 milljónum sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri nam 583 milljónum og handbært fé frá rekstri nam 633 milljónum. Í lok tímabilsins var eiginfjárhlutfall félagsins 39,4% að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK