Baugur kaupir 17% hlut í Daybreak af 365

365 hefur selt Baugi Group 17% af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. 365 átti fyrir 36% af atkvæðabæru hlutafé.

Eftir söluna er bókfært verð hlutafjár í Daybreak í bókum 365 miðað við gengi dagsins um 1,2 milljarðar króna og atkvæðamagn hlutafjár 19%.

Söluverð er 9,1 milljónir punda og þar af eru 1,9 milljónir punda greiddar með peningum. Greiðsla eftirstöðva að fjárhæð 7,2 milljónir punda er þannig að af þeim arði og söluverðmæti sem Baugur fær af bréfunum fara 79% til 365 hf. en 21% til Baugs. Eignarhluturinn er seldur á bókfærðu verði, að því er segir í tilkynningu frá 365.

Salan er í samræmi við stefnu félagsins sem er að minnka fjárbindingu í hlutdeildarfélögum og draga úr sveiflum í rekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK