Kaupþing spáir 5,3% verðbólgu

mbl.is

Greiningardeild Kaupþings spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3% miðað við 5,9% í mars. Hærra fasteignaverð ásamt verðhækkunum á fatnaði og eldsneyti leiða hækkunina nú. Á móti kemur að Greiningardeild gerir ráð fyrir lækkun á verðskrám hótel- og veitingastaða.

Greiningardeild gerir í spá sinni ráð fyrir duglegri hækkun á undirvísitölu fyrir fasteignaverð í næsta mánuði sem leiðir til um 0,35% hækkunar vísitölu neysluverðs enda hefur markaðurinn verið að taka við sér á síðustu mánuðum. Greiningardeild spáir því einnig að hærra eldsneytisverð mun leiða til um 0,09% hækkunar vísitölunnar milli mánaða.

„Í síðasta mánuði lækkaði verð á þjónustu hótel- og veitingastaða um 3,2% milli mánaða í kjölfar skattalækkana en hefði átt að lækka um rúm 8% samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands. Þar sem mælingar Hagstofunnar á VNV eru ávallt í byrjun hvers mánaðar er líklegt að einhver lækkun eigi eftir að skila sér.

Greiningardeild gerir ráð fyrir að tólf mánaða verðbólga haldi áfram að lækka fram á sumar þótt óvíst sé að verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) verði náð. Hins vegar spáir Greiningardeild því að verðbólga láti á sér kræla á ný undir lok árs og tólf mánaða verðbólga hækki aftur," að því er segir í Tilefni sérriti Greiningardeildar Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK