Baldur Guðnason ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands

Baldur Guðnason.
Baldur Guðnason.

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að ganga frá ráðningu Baldurs Guðnasonar sem forstjóra félagsins. Baldur hefur frá árinu 2004 gengt forstjórastarfi Eimskipafélags Íslands ehf. sem er dótturfélag Hf. Eimskipafélags Íslands. Áður sat Baldur í stjórn félagsins og vann að breytingum þess með öðrum stjórnarmönnum og þáverandi stjórnendum.

Í síðasta mánuði var samþykkt að sameina félögin tvö undir nafni Hf. Eimskipafélags Íslands og stefnt er að því að ljúka samrunanum á næstu vikum.

Magnús Þorsteinsson, sem hefur verið starfandi stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands, verður nú stjórnarformaður þess. Hann mun halda áfram að vinna að frekari uppbyggingu félagsins ásamt öðrum stjórnarmönnum og helstu stjórnendum þess, að því er segir í tilkynningu. Í stjórn félagsins eru auk hans, Sindri Sindrason, Þór Kristjánsson, Eggert Magnússon og Gunnar M. Bjorg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK