Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í dag eftir að seðlabanki landsins sagði að líklegt væri að efnahagur Bandaríkjanna muni halda áfram að vaxa á sama hraða. Dow Jones vísitalan hækkaði um 159,42 stig (1,3%) og stóð við lok dags í 12.477,52 stigum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 47,71 stig (1,98%) og stóð hún við lok dags í 2.455,92 stigum. Gengi á bréfum deCODE Genetics stóð aftur í stað og er nú 3,9 dalir.