Undirliggjandi verðbólga eykst talsvert milli mánaða

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Fastskattavísitala sem mælir undirliggjandi verðbólgu, sem Hagstofan mældi nú í fyrsta skipti í mars, hækkaði um 1,4% og tólf mánaða verðbólga án lækkunar virðisaukaskatts er 7,7%. Undirliggjandi verðbólga eykst því töluvert frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum Hagvísum Seðlabanka Íslands.

Við útreikning á fastskattavísitölunni er miðað við að virðisaukaskatti sé haldið föstum eins og hann var í febrúar, það er að virðisaukaskattsbreytingarnar sem áttu sér stað þann 1. mars eru ekki reiknaðar með. Vísitalan mælir undirliggjandi verðbólgu og gefur vísbendingu um hvernig áhrif breytinga á virðisaukaskatti skila sér.

Hagvísar Seðlabanka Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK