Alls var 185 kaupsamningum þinglýst á tímabilinu 16. mars til og með 22. mars á höfuðborgarsvæðinu. Þar af voru 144 samningar um eignir í fjölbýli, 24 samningar um sérbýli og 17 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.561 milljón króna og meðalupphæð á samning 30,1 milljón króna. Næstu 12 vikur á undan var að meðaltali 158 kaupsamningum þinglýst á viku á svæðinu.
Í vikunni var 27 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 17 samningar um eignir í fjölbýli og 10 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 526 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,5 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins.
Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 5 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 169 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,1 milljón króna.