57% umframeftirspurn hjá Teymi

Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis
Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis

Fag­fjár­fest­ar sótt­ust eft­ir 57% fleiri hlut­um í Teymi hf. en stóðu til boða, í ný­loknu hluta­fjárút­boði fé­lags­ins. Hluta­fé Teym­is var aukið um 4 millj­arða króna að sölu­v­irði í útboðinu sem lauk á föstu­dag. Nú­ver­andi hlut­höf­um Teym­is stóð til boða að kaupa helm­ing af auknu hluta­fé og var um­fram­eft­ir­spurn þar einnig veru­leg. Útboðsgengið var 4,75 krón­ur fyr­ir hvern hlut.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að stjórn Teym­is sótt­ist eft­ir því að fjölga líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fag­fjár­fest­um í hlut­hafa­hópi Teym­is og var útboðinu tví­skipt, ann­ar­s­veg­ar til nú­ver­andi hlut­hafa og hins­veg­ar til fag­fjár­festa. Í útboði til fag­fjár­festa voru í boði hlut­ir að sölu­v­irði 2 millj­arðar króna og óskuðu fag­fjár­fest­ar eft­ir að kaupa um 3,9 millj­arða. Í útboðinu til hlut­hafa voru sömu­leiðis 2 millj­arðar króna í boði og óskuðu nú­ver­andi hlut­haf­ar eft­ir að kaupa hluti fyr­ir um 2,4 millj­arða.

Stefnt er að skrán­ingu nýrra hluta í Kaup­höll Íslands 3. apríl næst­kom­andi en gjald­dagi útboðsins er miðviku­dag­ur­inn 28. mars 2007. Fyr­ir­tækjaráðgjöf Lands­bank­ans hafði um­sjón með hluta­fjárút­boðinu.

Teymi hf. er eign­ar­halds­fé­lag í fjar­skipt­um og upp­lýs­inga­tækni. Dótt­ur­fé­lög þess eru Voda­fo­ne, Kall í Fær­eyj­um, SKO/​Bt­net og þjón­ustu­fyr­ir­tækið Mamma í fjar­skipta-hlut­an­um og Kög­un, Skýrr og EJS í upp­lýs­inga­tækni­hlut­an­um. Teymi á auk þess tæp­an helm­ing í fé­lag­inu Hands Hold­ing þar sem meðal ann­ars eru Opin kerfi Group, Land­stein­ar-Streng­ur og Hug­ur/​Ax,

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK