57% umframeftirspurn hjá Teymi

Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis
Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis

Fagfjárfestar sóttust eftir 57% fleiri hlutum í Teymi hf. en stóðu til boða, í nýloknu hlutafjárútboði félagsins. Hlutafé Teymis var aukið um 4 milljarða króna að söluvirði í útboðinu sem lauk á föstudag. Núverandi hluthöfum Teymis stóð til boða að kaupa helming af auknu hlutafé og var umframeftirspurn þar einnig veruleg. Útboðsgengið var 4,75 krónur fyrir hvern hlut.

Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórn Teymis sóttist eftir því að fjölga lífeyrissjóðum og öðrum fagfjárfestum í hluthafahópi Teymis og var útboðinu tvískipt, annarsvegar til núverandi hluthafa og hinsvegar til fagfjárfesta. Í útboði til fagfjárfesta voru í boði hlutir að söluvirði 2 milljarðar króna og óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa um 3,9 milljarða. Í útboðinu til hluthafa voru sömuleiðis 2 milljarðar króna í boði og óskuðu núverandi hluthafar eftir að kaupa hluti fyrir um 2,4 milljarða.

Stefnt er að skráningu nýrra hluta í Kauphöll Íslands 3. apríl næstkomandi en gjalddagi útboðsins er miðvikudagurinn 28. mars 2007. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með hlutafjárútboðinu.

Teymi hf. er eignarhaldsfélag í fjarskiptum og upplýsingatækni. Dótturfélög þess eru Vodafone, Kall í Færeyjum, SKO/Btnet og þjónustufyrirtækið Mamma í fjarskipta-hlutanum og Kögun, Skýrr og EJS í upplýsingatæknihlutanum. Teymi á auk þess tæpan helming í félaginu Hands Holding þar sem meðal annars eru Opin kerfi Group, Landsteinar-Strengur og Hugur/Ax,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK