Eyddi 20 milljónum í fríhöfninni

Kínverskur ferðalangur sló öll met er hann verslaði nýlega fyrir 23.000 evrur, jafnvirði um 20 milljóna króna, í fríhöfninni á Charles de Gaulle-flugvellinum í París. Enginn einstaklingur hafði keypt fyrir jafn mikið í einu á flugvellinum.

Að sögn flugvallaryfirvalda keypti maðurinn, sem sagður er vera listamaður frá Canton í Kína, aðallega áfengi. Þar af kostaði flaska af Mouton Rothschild rauðvíni frá 1945 einar 13.800 evrur og fyrir koníaksflösku frá árinu 1806 greiddi hann 5.000 evrur.

Fyrir afganginn, rúmar fjögur þúsund evrur, keypti maðurinn nokkrar vínflöskur til viðbótar og lítilræði af tóbaksvörum. Að því búnu steig hann um borð í flugvél til Peking. "Hann er safnari fágætra vína og þekkir vel til okkar. Hingað kemur hann einu sinni til tvisvar á ári. Að þessu sinni bað hann okkur að finna dýrmæta árganga frá því eftir 1960 fyrir næstu ferð. Hann kemur aftur," sagði starfsstúlka sem þjónustaði viðskiptavininn velborgandi við fréttastofuna AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK