Kjalar með rúm 33% í HB Granda

Stjórn HB Granda. Bragi Hannesson, Árni Vilhjálmsson, Halldór Teitsson, Kristján …
Stjórn HB Granda. Bragi Hannesson, Árni Vilhjálmsson, Halldór Teitsson, Kristján Loftsson og Þórhallur Helgason.

Kjalar ehf. sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hefur keypt 33,03% hlutafjár í HB Granda af Kaupþingi. Alls er um 563.664.658 hluti að ræða og voru þeir keyptir á genginu 12,5. Kaupverð hlutarins er því rúmir sjö milljarðar króna. Eftir söluna á Kaupþing 0,01% hlut í HB Granda.

Um síðustu áramót var Vogun stærsti hluthafinn í HB Granda með 40,1% hlut en Hvalur er eigandi 98% hlutafjár í Vogun. Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson, stjórnarmenn í HB Granda, eru í gegnum félög sín stórir eigendur Hvals hf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK