Kjalar ehf. sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hefur keypt 33,03% hlutafjár í HB Granda af Kaupþingi. Alls er um 563.664.658 hluti að ræða og voru þeir keyptir á genginu 12,5. Kaupverð hlutarins er því rúmir sjö milljarðar króna. Eftir söluna á Kaupþing 0,01% hlut í HB Granda.
Um síðustu áramót var Vogun stærsti hluthafinn í HB Granda með 40,1% hlut en Hvalur er eigandi 98% hlutafjár í Vogun. Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson, stjórnarmenn í HB Granda, eru í gegnum félög sín stórir eigendur Hvals hf.