Alþjóðleg kauphöll á Íslandi

Kauphöllin á Íslandi varð í dag að alþjóðlegri kauphöll þegar Árni Mathiesen fjármálaráðherra hringdi opnunarbjöllu OMX Nordic Exchange á Íslandi við athöfn í Kauphöllinni.

Frá og með deginum í dag verða 25 skráð félög á Íslandi hluti af sameiginlegri kynningu sænskra, finnskra og danskra félaga sem eru skráð á aðalmarkað Nordic Exchange, að því er segir í Kauphallartíðindum.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, ICEX-15, mun í dag breytast í OMXI15 og íslensk félög munu eiga möguleika á að fá skráningu í OMX Nordic 40 vísitöluna hinn 3. júlí nk. þegar næst verður valið í vísitöluna. Sú vísitala byggist á þeim félögum sem mest viðskipti eru með í Nordic Exchange.

Nordic Exchange er sjötta stærsta kauphöll Evrópu, með 712 skráð félög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK