Björgólfsfeðgar selja hlut sinn í TM

Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson seldu í dag hlutabréf sem þeir áttu í Tryggingamiðstöðinni en Fjárfestingafélagið Grettir seldi 35,37% hlut sinn í TM til Kjarrhólma ehf.

Eigendur Grettis hafa verið Sund ehf., með 49,05% hlut en það félag er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Jónsdóttur; Hansa ehf. sem á 28,51% en það félag er í eigu Björgólfs Guðmundssonar; og Opera fjárfestingar ehf. sem á 20,60% en það félag er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar að jöfnu. Aðrir hluthafar eiga 1,84%. Tilkynnt var jafnframt í dag, að Sund hefði selt allan hlut sinn í Gretti.

Eigendur Kjarrhólma eru Sund, sem á 45%, FL Group, sem á 45%, Imon ehf. sem á 5% og Sólstafir sem á 5%.

Til viðbótar þessum viðskiptum keypti Kjarrhólmur 2,2% hlut í Tryggingamiðstöðinni og á því samtals 37,57% hlut í TM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK