Félag í eigu Jóhanns Óla Guðmundssonar kaupir allt hlutafé í HIVE

Jóhann Óli Guðmundsson, eigandi Wireless Broadband Systems (WBS), hefur keypt allt hlutafé í HIVE, en áður hafði hann einnig keypt öll hlutabréf í fjarskiptafélögunum Atlassíma og eMax. Félögin fjögur sérhæfðu sig í fjarskiptaþjónustu og verða nú sameinuð undir merkjum HIVE.

Hið nýja félag mun einbeita sér að svokallaðri fjórðu kynslóð þráðlausra fjarskipta (4G) þar sem öll þjónusta, svo sem sími, sjónvarp, hvers konar nettengsl og myndveitur er veitt á IP-formi. Farsímar fyrir fjórðu kynslóðina eru í hraðri þróun og og standa vonir til að þeir komi á neytendamarkað undir lok þessa árs, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK