Kaupþing banki hefur enn aukið við hlut sinn í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand og á nú væntanlega liðlega 14% hlut í félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vef Næringsliv en þar segir að Kaupþing hafi keypt umtalsvert af bréfum í Storebrand í síðustu viku og á nýjum lista megi sjá að Kaupþing banki og dótturfélagið Arion Custody eigi samanlagt 16,02% í Storebrand; líklegt sé að af þessum 16% eigi Kaupþing sjálft rúm 14%.
Fyrir tæpum hálfum mánuði keypti Kaupþing bréf í Storebrand fyrir tæpa fimm milljarða íslenskra króna og átti þá rúmlega 10% hlut en skömmu áður hafði Kaupþing fengið heimild norska fjármálaeftirlitsins til að auka hlut sinn í allt að 20%.