Landsbankinn spáir vaxtalækkun um mitt ár

Greiningardeild Landsbankans segir, að niðurstaða íbúakosninganna í Hafnarfirði um helgina renni stoðum undir þá spá, að Seðlabankinn byrji að lækka stýrivexti sína í júlí þótt enn séu yfirgnæfandi líkur á því. að áframhald verði á stóriðjuframkvæmdum hér á landi á næstu árum.

Í Vegvísi Landsbankans segir hins vegar að óvissan um tímasetningu frekari stóriðjuframkvæmda sé hins vegar meiri en nokkru sinni. Hverfandi líkur séu á því, að í slíkar framkvæmdir verið ráðist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Jafnframt ætti að draga úr því efnahagslega ójafnvægi, sem Seðlabankinn hafi hvað mestar áhyggjur af.

„Svigrúm til vaxtalækkunar mun því koma í ljós fyrr en Seðlabankinn hyggur. Eftir því sem slíkar vísbendingar verða sterkari mun bankinn að okkar mati skipta um skoðun og flýta vaxtalækkunarferlinu," segir Greiningardeild Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK