Segja eignir heimila hafa aukist meira en skuldir

Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu í lok síðastliðins árs 1325 milljörðum og jukust um 241 milljarð á árinu. Greining Glitnis segist hins vegar telja, að eignir heimilanna hafi aukist mun meira á sama tíma og hrein eignastaða heimilanna því batnað.

Af heildarskuldum heimilanna voru skuldir við innlánsstofnanir 708 milljarðar eða um 53%. Þá skulduðu heimilin lífeyrissjóðunum þá um 110 milljörðum, Lánasjóði íslenskra námsmanna 78 milljarða og ýmsum lánafyrirtækjum, aðallega Íbúðalánasjóði, 423 milljörðum.

Greining Glitnis segir, að eignir hafi hins vegar aukist mikið og nægi þar að taka eignir lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris sem jukust um 277 milljarða á síðasta ári, sem sé meiri aukning en var á heildarskuldum heimilanna. Þá eigi eftir að taka eignaaukningu heimilanna í verðbréfum, sem ekki eru í höndum lífeyrissjóða og eignaaukningu í húsnæði.

Glitnir segir að áætla megi að heildareignir heimilanna hafi í lok síðastliðins árs verið um 4000 milljarðar króna og að hrein eignastaða þeirra hafi batnað á árinu og aldrei verið betri en nú. Þetta sé ein skýring á því af hverju neyslustigið helst þetta hátt. Heimilin séu auk þess að þessu leiti vel í stakk búin að takast á við niðursveiflu í hagkerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK