Danska fríblaðið 24timer, sem gefið er út af JP/Politiken, er nú komið með meira en hálfa milljón lesenda að því er fram kemur í nýrri könnun. Nyhedsavisen bætir einnig við sig, lesendum blaðsins fjölgar úr 321 þúsund í 350.000.
Lesendum Dato, sem Berlingske Officin gefur út, fjölgar einnig, en minna, eða úr 181 þúsundi í um tvö hundruð þúsund. Dato er með langfæsta lesendur af fríblöðunum þremur og útgefendur þess hyggjast nú endurmeta stöðuna og stefnuna.