Fríverslunarviðræður hefjast við Kína í næstu viku

Fríversl­un­ar­viðræður við Kín­verja hefjast í næstu viku. Blaðið China Daily hef­ur eft­ir Gunn­ari Snorra Gunn­ars­syni, sendi­herra Íslands í Kína, að viðræðurn­ar muni standa yfir 11.-13. apríl og aft­ur sé gert ráð fyr­ir viðræðum í júní. Seg­ist Gunn­ar Snorri vera bjart­sýnn og bú­ist við að niðurstaða fá­ist fljót­lega.

Þá seg­ist Gunn­ar Snorri bú­ast við, að end­an­leg­ur samn­ing­ur verði víðtæk­ur og nái yfir viðskipti, þjón­ustu og fjár­fest­ingu.

Fram kem­ur í blaðinu, að Ísland var fyrsta Evr­ópu­ríkið til að skil­greina Kína sem markaðshag­kerfi. Íslend­ing­ar fluttu út vör­ur til Kína að verðmæti 39,99 millj­ón­ir dala en fluttu inn vör­ur að verðmæti 77,67 millj­ón­ir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK