Heimsmarkaðsverð á gulli stefnir í nýtt met

Hugsanlegt er að nýtt met verði slegið í heimsmarkaðsverði á gulli á næstu tólf mánuðum, að því er segir í frétt Financial Times. Vaxandi titringur á alþjóðavettvangi, gengislækkun bandaríkjadals og almennur áhugi fjárfesta á gulli eru sögð ástæður verðhækkunarinnar.

Þá bætist það við að eilítið hefur dregið úr gullgreftri í heiminum þannig að framboð er minna en ella.

Í fyrra náði heimsmarkaðsverð á gulli 730 bandaríkjadölum á únsuna og hafði ekki verið hærra í tuttugu og sex ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK