Kaupþing að kaupa í Glitni

Agnes Bragadóttir í Havana agnes@mbl.is
Viðræður hafa staðið yfir undanfarna daga á milli Kaupþings banka og ákveðinna hluthafa í Glitni um kaup bankans á allt að 25% hlut í Glitni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru taldar allar líkur á því að frá kaupunum verði gengið fyrir opnun kauphallarinnar nk. þriðjudag. Ekki er ljóst hvort Kaupþing hyggst kaupa þennan hlut fyrir bankann eða er að hafa milligöngu um kaupin fyrir aðra kaupendur.

Þeir eigendur sem nú vilja selja, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, eru Karl Wernersson og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir. Jafnframt er talið hugsanlegt að Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, muni selja sinn hlut. Heimildum Morgunblaðsins ber þó ekki saman um það hvort Bjarni hyggst selja.

Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hvert kaupverðið verður en þó er vitað að heildarvirði Glitnis hefur í viðræðum aðila verið sagt vera í kringum fimm milljarðar evra, eða nærri 445 milljarðar króna á núvirði. Hlutur upp á 25% er því jafnvirði um 111 milljarða króna.

Þetta mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins leiða til mikillar uppstokkunar í stjórn Glitnis, þar sem Einar Sveinsson er formaður stjórnar og Karl Wernersson varaformaður. Því er talið að efnt verði til hluthafafundar að viðskiptunum loknum og í kjölfarið skipuð ný stjórn sem muni skipta með sér verkum.

Eins og fram hefur komið í fréttaskýringum í Morgunblaðinu hafa átök verið milli helstu eigenda Glitnis og sömuleiðis þreifingar um mögulegan samruna Kaupþings banka og Glitnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK