Endurfjármögnun og uppgangur hjá Iceland

Malcolm Walker.
Malcolm Walker. mbl.is/Eyþór

Breska blaðið Guardian segir í dag að stærstu hluthafar í verslunarkeðjunni Iceland fái um 60 milljónir punda, jafnvirði um 8 milljarða króna, í sinn hlut í kjölfar nýrrar 300 milljóna punda endurfjármögnunar verslunarkeðjunnar. Hafa fjárfestarnir, sem keyptu Iceland í febrúar 2005, þá fengið til baka sexfalda þá upphæð, sem þeir lögðu fram í upphafi.

Blaðið segir, að rekstur Iceland hafi verið snúið við með ótrúlegum hætti eftir að Baugur Group og fleiri fjárfestar keyptu Iceland í tengslum við kaup á verslunarkeðjunni Big Food Group, móðurfélagi Iceland. Er Malcolm Walker einkum þakkað þetta. Walker stofnaði Iceland árið 1970 en var bolað frá fyrirtækinu árið 2000. Baugur fékk hann síðan til að taka á ný við stjórnartaumunum hjá Iceland árið 2005.

Eftir að Baugur keypti Big Food Group var fyrirtækinu skipt á ný upp í einingarnar Iceland, Booker og Woodward. Guardian segir, að fyrirtækið hafi hins vegar verið verr statt en Baugur taldi og raunar rambað á barmi gjaldþrots.

Walker gerði strax breytingar á rekstri Iceland og verslunum fyrirtækisins breytt í lágvöruverslanir á ný. Þá var matvælaframleiðslan endurskoðuð og starfsfólki á aðalskrifstofu fyrirtækisins var fækkað úr 1300 í 500. Nú hefur rekstarhagnaður margfaldast og nálgast nú 90 milljónir punda á ári en var kominn niður undir 20 milljónir.

Guardian segir, að viðsnúningurinn á rekstri Iceland sé táknrænn fyrir velheppnuð kaup Baugs á Big Food Group og að Baugur telji þessa fjárfestingu vera besta dæmið um hvernig sú stefna, að kaupa verslunarkeðjur og byggja þær upp, virki. Hefðbundnir fjárfestar myndu nú bjóða fyrirtækið til sölu á ný, en Baugur ætli að halda áfram að efna verslunarkeðjuna og nota hagnaðinn sem kemur frá rekstri hennar til að fjármagna frekari fjárfestingar.

Baugur hefur einnig náð að snúa rekstri Booker við en þar ræður ríkjum Charles Wilson, sem kom til Booker frá Marks & Spencer. Einnig hefur rekstur Woodward batnað en það fyrirtæki sameinaðist keppinautnum DBC og er nú þriðja stærsa matvælaþjónustufyrirtæki Bretlands. Sölutekjur þess eru nú um 400 milljónir punda á ári og búist er við um 9 milljóna punda rekstarhagnaði.

Guardian segir að endurfjármögnun Iceland muni færa Baugi um 100 milljónir punda í sjóð og vangaveltur séu um að það fé verði notað til að gera tilboð í matvælafyrirtækið Brakes. Baugur vill hins vegar ekki tjá sig um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK