Olíuverð lækkaði í morgun

Verð á hráolíu lækkaði í morgun þegar viðskipti hófust í Asíu á ný eftir páskana. Er það aðallega rakið til þess að Íranar létu 15 breska sjóliða lausa úr haldi fyrir páska. Það dró hins vegar úr verðlækkuninni, að birgðastaða eldsneytis í Bandaríkjunum er frekar lág um þessar mundir.

Verð á hráolíu á markaði í New York lækkaði um 42 sent í morgun og er 63,86 dalir tunnan. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði í Lundúnum um 33 sent og var 67,91 dalur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK