Árlegar tekjur af fjárfestingum Íslendinga erlendis geta verið á bilinu 100 til 180 milljarðar króna. Þessu kemur fram í leiðara Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í fréttabréfi samtakanna.
Segir í leiðaranum að beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis hafi verið skráðar að heildarverðmæti 927,9 milljarðar króna í árslok 2006 en raunverulegt virði þeirra sé hins vegar 1.300 til 1.400 milljarðar.
Vilhjálmur segir að Seðlabankinn telji að arðsemi þessara eigna hafi aðeins verið 1,2% á síðasta ári, sem er tala vel innan við 10 milljarða. Raunverulegar tekjur af þessum eignum hafi hins vegar verið í kringum 150 milljarðar, sem vanti inn í tekjur landsmanna samkvæmt aðferðum þjóðhagsreikninganna.