Kaupþing banki er í 795. sæti á nýlegum lista tímaritsins Forbes yfir 2000 stærstu fyrirtæki heims. Þrjú önnur íslensk fyrirtæki eru á listanum: Landsbankinn í 1151. sæti, Glitnir í 1170. sæti og Exista í 1532. sæti.
Bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup er stærsta fyrirtæki heims að mati Forbes en í nætu sætum eru Bank of America, HSBC Holdings í Bretlandi, General Electric, JPMorgan Chase, American Intl. Group, ExxonMobil, Royal Dutch Shell í Hollandi, UBS í Sviss og ING Group í Hollandi.