Boða yfirtökutilboð í Vinnslustöðina

Hluthafar, sem eiga samtals 50,04% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum, hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er hluthöfunum þar með skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð og verður slíkt tilboð lagt fram innan fjögurra vikna, að því er kemur fram í tilkynningu.

Hluthafarnir sem að samkomulaginu standa eru Seil ehf. sem á 23,93% hlut í vinnslustöðinni, Öxnafell ehf. sem á 6,23%, Leifur Ársælsson sem á 6,16%, Kristín Elín Gísladóttir sem á 3,44%, Gunnar Jónsson sem á 1,93%, Haraldur Gíslason sem á 1,7%, Guðrún Svava Gunnlaugsdóttir, Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir og Ellý Rannveig Gunnlaugsdóttir sem eiga 1,6% hlut hver, Sölvahamar ehf. sem á 1,5%, Lending ehf. sem á 0,27% og Sigurgeir B. Kristgeirsson sem á 0,08%.

Yfirtökutilboðið verður gert á genginu 4,6 sem er sama gengi og var í síðustu viðskiptum í OMX/Kauphöll Íslands fyrir undirskrift samkomulagsins. Fyrir liggur tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu á 30% arði. Tilboðið verður gert eftir aðalfund félagsins þann 4. maí 2007 og að því gefnu að tillagan verði samþykkt þá samsvarar tilboð þetta genginu 4,9 miðað við núverandi gengi.

Í kjölfarið munu hluthafarnir óska eftir því við stjórn Vinnslustöðvarinnar að hlutabréf hennar verði afskráð úr OMX/Kauphöll Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK