Mikil sala hjá H&M

Fatahönnun Madonnu er vinsæl
Fatahönnun Madonnu er vinsæl Reuters

Sala í fata­versl­un­um sænsku tísku­versl­ana­keðjunn­ar Henn­es og Mauritz jókst um 29% í mars. Tvennt er talið koma til, söng­kon­an Madonna kynnti í þeim mánuði nýja fatalínu sem hún hannaði að hluta, auk­in eft­ir­spurn er þó ekki síður rak­in til vor­kom­unn­ar og hlýn­andi veðurs.

Keðjan hef­ur að auki opnað fjölda nýrra versl­ana und­and­arið ár, 170 versl­an­ir hafa verið opnaðar síðan í mars á síðasta ári og eru þær nú tæp­lega 1.400.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK