Dagsbrun Media gefur út fríblað í Boston

Dagsbrun Media gefur í dag í fyrsta skipti út fríblað í Boston í Bandaríkjunum. Blaðið heitir Boston NOW og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag, að það komi fyrst um sinn út í 200 þúsund eintökum og verði dreift á lestarstöðvum og götuhornum.

Viðskiptablaðið hefur eftir Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrun Media, að 45 starfsmenn, þar af 20 blaðamenn, hafi verið ráðnir til að sjá um útgáfu blaðsins. Ritstjórinn heitir John Wilpers og hefur m.a. ritstýrt fríblaðinu Boston Metro.

Gunnar Smári segir, að ætlunin sé að hefja útgáfu hliðstæðra blaða í um 10 öðrum borgum Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK